591 0100

Sími

fbe@si.is

Netfang

Borgartún 35

Staðsetning

Eldri fréttir

Heimsókn til Blikklausna

Fulltrúi SI, Þorgils Helgason, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, heimsótti Blikklausnir sem eru meðal aðildarfyrirtækja SI. Þar tóku á móti honum stofnendur fyrirtækisins Gauti Fannar Gestsson og Sverrir Jóhann Jóhannsson. Blikklausnir var stofnað snemma árs 2017 af þeim Gauta og Sverri en eftir rúmt ár voru starfsmennirinir orðnir sex og verkefnin mjög fjölbreytt. Stefnan var strax sett á að vera sérhæfðir þjónustuaðilar í uppsetningu á áfellum, klæðningum, loftræstingum, rennum og niðurföllum. 

Þorgils fékk skoðunarferð um húsnæðið og vélbúnaðinn hjá þeim Gauta og Sverri.

Blikklausnir2

 

Vel sóttur fundur Félags blikksmiðjueigenda

Vel sóttur fundur Félags blikksmiðjueigenda

Félag blikksmiðjueigenda hélt vel sóttan jólafund fimmtudaginn 12. desember. Dagskráin var á léttu nótunum, Stefán Þ. Lúðvíksson, formaður Félags blikksmiðjueigenda, bauð gesti velkomna og fór yfir helstu málefni stjórnar þetta haustið. Boðið var uppá villibráðarveislu í kjölfarið og svo var maður manns gaman fram eftir kvöldi. 

Processed-BF6B30DC-D2D4-4C11-B538-8FF91477F76C

Processed-C820EA9D-BBB4-4DBE-9040-5169DB208EF9

Ný stjórn Félags blikksmiðjueigenda

Félag blikksmiðjueigenda hélt aðalfund og árshátíð félagsins dagana 3.-5. maí sl. á Selfossi. Kosin var nýr formaður félagsins, Stefán Þ. Lúðvíksson, en fyrrum formaður Sævar Jónsson hafði sinnt embættinu í 12 ár. Einnig voru kosnir tveir nýir stjórnarmenn en það eru þeir Gauti Fannar Gestsson og Sveinn Finnur Helgason. Aðrir í stjórn eru Hallgrímur Atlason, Sigurrós Erlendsdóttir og Jónas Freyr Sigurbjörnsson.

Á árshátíðarkvöldi félagsins voru þremur aðilum úr félaginu veitt gullmerki félagsins fyrir ötult og óeigingjarnt starf í þágu félagsins. Karl Hákoni Karlsson og Sigurrós Erlendsdóttir fyrir öflugt starf í tengslum við menntamál blikksmiða og Ágústi Páli Sumarliðasyni fyrir meira en 10 ára stjórnarstörf.