591 0100

Sími

fbe@si.is

Netfang

Borgartún 35

Staðsetning

Eldri fréttir

Myndband til að hvetja ungt fólk í Blikksmíðinám

Myndband sem hvetur ungt fólk til náms í blikksmíði

Félag blikksmiðjueigenda er að birta á samfélagsmiðlum nýtt myndband sem segir frá fjölbreyttu starfi blikksmiða. Tilgangur myndbandsins er að hvetja ungt fólk til að skoða möguleikana með námi í blikksmíði.

Í myndbandinu segir að á Íslandi vanti fleiri blikksmiði. Á vefnum fbe.is er hægt að lesa um hvað blikksmíði er og hverjir meginstarfsþættir blikksmiða eru. Einnig er farið yfir helstu hæfnis- og þekkingarkröfur sem eru gerðar til sveinsprófs í greininni. 

Hér er hægt að nálgast myndbandið:

 

Heimsóknir í Stjörnublikk og Blikksmiðjuna Vík

Heimsóknir í Stjörnublikk og Blikksmiðjuna Vík

Fulltrúi SI, Þorgils Helgason, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, heimsótti Stjörnublikk sem er aðili að Félagi blikksmiðjueiganda . Stofnandinn og framkvæmdastjórinn Finnbogi Geirsson tók á móti Þorgils og kynnti starfsemina. Stjörnublikk er stærsta blikksmiðja landsins með 100 starfsmenn. Almennt starfa um 70 manns við ýmis konar verkefni út í bæ og um 30 manns á staðnum. Stjörnublikk sérhæfir sig í loftræsikerfum, klæðningu hitaveituröra og uppsetningu á læstum klæðningum. Fyrirtækið tekur að sér alla almenna blikksmíðavinnu. 

Þorgils heimsótti einnig Blikksmiðjuna Vík sem einnig er aðili að Félagi blikksmiðjueigenda. Þar tóku á móti honum eigendurnir og stofnendurnir Eyjólfur Ingimundarson og Jóhann Helgason. Jóhann kynnti starfsemina og kom meðal annars fram að helstu verkefni blikksmiðjunnar eru mest í utanhússklæðningum og loftræsikerfum en hitaveituskápar hafa einnig verið  vaxtarbroddur hjá þeim undanfarið. Þess má geta að Blikksmiðjan VÍk verður 40 ára á árinu.

Stjornublikk

Þorgils Helgason og Finnbogi Geirsson í Stjörnublikk.

 

Blikksmidjan-Vik

Þorgils Helgason og Jóhann Helgason í Blikksmiðjunni Vík.

Heimsókn í Ísloft

Heimsókn í Ísloft

Fulltrúi SI, Þorgils Helgason, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, heimsótti Ísloft  sem er meðal aðildarfyrirtækja SI. Ísloft sem er blikk- og stálsmiðja er aðili að  Félagi blikksmiðjueigenda og tók Sigurrós Erlendsdóttir, stjórnarmaður í félaginu, á móti Þorgils. Gunnar Valdimarsson, framleiðslustjóri, og Jón Arnar Haraldsson, verkstjóri, sýndu starfsemina sem er á Bíldshöfða 12-14 en hjá fyrirtækinu starfa 69 manns. 

Fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu og uppsetningu loftræsikerfa ásamt því að taka að sér ýmis konar fjölbreytt verkefni um allt land. 

Jón Arnar Haraldsson og Þorgils Helgason.

Isloft_2

Isloft_3