Fréttir

Formaður FBE hlýtur gullmerki
Sævar Jónsson, formaður Félags blikksmiðjueigenda, FBE, hlaut gullmerki félagsins af hálfu stjórnar fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. Gullmerkið var afhent á árshátíð félagsins sem haldin var í Tallin í Eistlandi. Árshátíðin var vel sótt af félagsmönnum og mökum. Nokkur fjöldi nýrra félagsmanna var á árshátíðinni.
Stefán Þ. Lúðvíksson, stjórnarmaður FBE, og Sævar Jónsson, formaður FBE.Nýir félagsmenn ásamt mökum, ásamt Stefáni Þ. Lúðvíkssyni, stjórnarmanni FBE, talið frá vinstri, Ágúst Friðriksson úr Blikkval, Sverrir Jóhann Jóhannsson úr Blikklausnum, Jóna Dís Jóhannsdóttir, Sverrir Fannar Gestsson úr Blikklausnum, Júlíana Rose Júlíusdóttir, Sveinn Finnur Helgason úr Blikksmiðju Ágústs Guðjónssonar og Guðrún Kristín Ragnarsdóttir.

Ný stjórn Félags blikksmiðjueigenda
Ný stjórn var kosin á aðalfundi Félags blikksmiðjueigenda sem fór fram í Húsi atvinnulífsins 27. apríl síðastliðinn. Í nýrri stjórn eru Sævar Jónsson formaður, Ágúst Páll Sumarliðason, Hallgrímur Atlason, Stefán Þ. Lúðvíksson, Sigurrós Erlendsdóttir, Jónas Freyr Sigurbjörnsson og Jóhann Helgason.
Að aðalfundarstörfum loknum var nýjum félagsmönnum gefið barmmerki og Sævar Kristjánsson fráfarandi stjórnarmanni var veitt gullmerki félagsins og blóm fyrir vel unnin störf í þágu þess.
Aðalfundur Félags blikksmiðjueigenda var vel sóttur.
Sævar Jónsson, formaður Félags blikksmiðjueigenda, afhendir Sverri Jóhanni Jóhannssyni barmmerki.
Gauti Fannar Gestsson fær barmmerki.
Ágúst Friðriksson fær barmmerki.
Sævari Kristjánssyni fráfarandi stjórnarmanni voru þökkuð störf í þágu félagsins.
Fréttir af öðrum vefjum

Iðnaðurinn með 44% af 332 tillögum um samdrátt í losun
Fulltrúar ellefu atvinnugreina afhentu umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra 332 tillögur að aðgerðum á Grænþingi sem fór fram í Hörpu.

SI sjá ekki hvernig lækkun VSK bæti afkomu ríkissjóðs
SI hafa sent minnisblað til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna samantektar fjármála- og efnahagsráðuneytisins.

Ójafnvægi á íbúðamarkaði með framboð langt undir þörf
Í nýrri greiningu SI kemur fram að það stefni í mikla fækkun fullbúinna íbúða inn á markaðinn á sama tíma og fólksfjölgun er mikil.

Kynningarátak fyrir málmiðngreinar
Allir iðn- og verkmenntaskólar sem eru með nám í málmiðngreinum standa fyrir átakinu Vertu stálslegin.

Dregur hratt úr uppbyggingu á húsnæðismarkaði
Rætt er við Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra SI, í Morgunblaðinu um húsnæðismarkaðinn.

Hvað er blikksmiður?

Ertu með spurningu?
591 0100
Markmið félagsins:
• Efla samvinnu meðal félagsmanna, m.a. með því að sameina allar blikksmiðjur og blikksmíðadeildir landsins til þátttöku í félaginu.
• Gæta hagsmuna blikksmíðafyrirtækja gagnvart öllum þeim sem greinin þarf að skipta við og vera sameiginlegur málsvari útávið.
• Veita aðildarfyrirtækjum sem víðtækasta þjónustu í rekstrarlegum og tæknilegum efnum og stuðla að því að greinin verði samkeppnisfær á hverjum tíma umn verkefni og vinnuafl.
• Vinna að því að menntun og hæfni starfsmanna og stjórnenda blikksmiðja verði eins og best gerist á hverjum tíma.
Stofnað 6. júlí 1937
Allt frá stofnfundi Félags blikksmiðjueigenda, þann 6. júlí 1937, hefur félagið unnið hörðum höndum að hagsmunamálum starfsgreinarinnar.
Félagsmenn
Í félaginu eru blikksmiðjur, blikksmiðjudeildir og sjálfstætt starfandi blikksmíðameistarar.
Nám í blikksmíði
Mikið starf á sviði grunn- og endurmenntunar á síðustu misserum skilar greininni nú góðum árangri með meiri hæfni starfsmanna.