Jólablikk

Jólablikk

 

Vel sóttur jólafundur Félags blikksmiðjueigenda. Jólafundur Félags blikksmiðjueigenda, FBE, fór fram í Húsi atvinnulífsins fimmtudaginn 1. desember en fundurinn var einnig kynningarfundur fyrir blikksmiðjueigendur sem áhuga hafa á starfsemi félagsins.

Fundurinn hófst á fordrykk þar sem tekið var á móti gestum. Sævar Jónsson, formaður FBE, setti fundinn og bauð gesti velkomna. Elísa Arnarsdóttir, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, kynnti helstu verkefni og starfsemi FBE. Auk þess var Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, með ávarp á fundinum. Að kynningum og ávörpum loknum var boðið upp á veitingar frá Grillvagninum og skemmtiatriði Andra Ívars.