Aðalfundur og árshátíð félagsins á Akureyri

Aðalfundur og árshátíð Félags blikksmiðjueigenda, FBE, fór fram á Akureyri helgina 24.-26. september.

Aðalfundur FBE fór fram á Hótel Kea og sá Oddur Helgi Halldórsson, framkvæmdastjóri Blikkrás, á Akureyri um fundarstjórn. Sævar Jónsson, formaður FBE, fór með skýrslu stjórnar og greindi frá starfsemi félagsins á síðasta starfsári. Á fundinum var meðal annar rætt um áherslur félagsins í menntamálum og stöðu greinarinnar þegar kemur að nýliðun.

Á fundinum kynnti Þröstur Hafsteinsson, formaður uppstillingarnefndar, tillögur nefndarinnar að nýrri stjórn sem voru samþykktar en í framboði voru Sævar Kristjánsson frá Hagblikk, Sigurrós Erlendsdóttir frá Ísloft og Jónas Freyr Sigurbjörnsson frá Blikk- og tækniþjónustunni.

Í nýrri stjórn FBE sem kosin var á aðalfundinum sitja Sævar Jónsson, formaður, Blikksmiðja Guðmundar, Ágúst Páll Sumarliðason, Blikksmiðurinn, Hallgrímur Atlason, Blikkarinn, Stefán Lúðvíksson, Eyjablikk, Sævar Kristjánsson, Hagblikk, Sigurrós Erlendsdóttir, Ísloft, og Jónas Freyr Sigurbjörnsson, Blikk- og tækniþjónustan.  

20210924_182423

Á aðalfundi félagsins sem haldinn var á Hótel Kea, fremstur á myndinni er Sævar Jónsson, formaður FBE.

20210924_182341

Oddur Helgi Halldórsson var fundarstjóri.

Félagsmenn FBE ásamt mökum fóru um helgina í ferð um Eyjafjarðarsveit og var m.a. farið á Smámunasafnið og Flugsafn Íslands á Akureyri. Blikk- og tækniþjónustan sem var gestgjafi að þessu sinni bauð  félagsmönnum í skemmtilega heimsókn til sín í smiðjuna þar sem Hvanndalsbræður tóku lagið fyrir gesti.

20210925_145524

20210925_145703

Í heimsókn í Blikk- og tækniþjónustunni spiluðu Hvanndalsbræður fyrir gesti. 

 

20210925_111004

Forstöðumaður Smámunasafnsins sagði gestum frá safninu.

Á árshátíð félagsins voru þrír félagsmenn heiðraðir með gullmerki félagsins fyrir ötult starf í þágu þess. Félagsmennirnir sem voru heiðraðir eru Jóhann Helgason, Blikksmiðjan Vík, Bjargmundur Björgvinsson, Glófaxi og Ómar Einarsson, Blikksmiðja Einars. 

 

20210925_195403

Sævar Jónsson, formaður Félags blikksmiðjueigenda.

20210925_203645

Jóhann Helgason, Blikksmiðjan Vík, Bjargmundur Björgvinsson, Glófaxi og Ómar Einarsson, Blikksmiðja Einars, hlutu heiðursviðurkenningar FBE. Með þeim á myndinni er formaður FBE.