Blikksmiðjur bregðast við tilmælum Landlæknis

Blikkrás ehf á Akureyri hefur brugðist vel við tilmælum yfirvalda og sett saman verklagsreglur fyrir starfsmenn sína vegna Covid 19.

Fjölmargir félagsmenn hafa virkjað viðbragðsáætlanir og verklagsreglur  fyrir fyrirtæki sín og á Facebook-síðu SI má sjá upptöku frá kynningu á viðbragðsáætlunum fjögurra ólíkra fyrirtækja innan Samtaka iðnaðarins.

* Hildur Atladóttir, leiðtogi heilbrigðismála, og Adriana Pétursdóttir leiðtogi starfsmannaþjónustu, Rio Tinto
* Sunna Gunnars Marteinsdóttir, samskiptastjóri, MS
* Kristján Theódórsson, framkvæmdarstjóri, Myllan
* Ómar Snævar Friðriksson, verkefnastjóri, Þúsund fjalir ehf.

Ragnar Árnason frá vinnumarkaðssviði SA svaraði einnig fyrirspurnum sem bárust frá félagsmönnum.

 

Hér má sjá verklagsreglur Blikkrásar