Nýsveinahátíð IMFR 2020

Á nýsveinahátíð Iðnaðarmannafélags Reykjavíkur í Ráðhúsinu hlutu 23 nýsveina viðurkenningu fyrir góðan námsárangur.

Þeirra á meðal var Einar Atli Hallgrímsson sem hafði áður hlotið sérstaka viðurkenningu fyrir góðan árangur á sveinsprófi.

Einar starfar hjá Blikkaranum ehf og Hallgrímur Atlason var meistarinn hans á námstímanum.