Fréttir

Norrænn fundur Nordisk blikkenslagermesterforbund var haldinn á Íslandi dagana 31. ágúst til 2. september. Hópurinn samanstendur af systursamtökum Félags blikksmiðjueigenda á Norðurlöndum.

Þátttakendur á fundinum voru Sævar Jónsson, formaður Félags blikksmiðjueigenda og Elísa Arnarsdóttir, viðskiptastjóri á mannvikjasviði SI frá Íslandi, Nicolai Siegumfeldt og Søren Schmith á vegum Tekniq Arbejdgiverne frá Danmörku, Ane Dyrnes og Jan Henrik Nygård á vegum Ventilasjons- og Blikkenslagerbedriftenes Landsforbund frá Noregi og Johan Lindstrøm og Jörgen Rasmusson á vegum Plåt og Ventföretagen frá Svíþjóð. 

Á fundinum var farið yfir almenna stöðu á mörkuðum, hagsmunamál og verkefni félaganna og undirfélaga ásamt því að lögð voru drög að nýjum sameiginlegum verkefnum. Þá var Jan Henrik Nygård kosinn nýr forseti samtakanna en Sævar Jónsson formaður Félags blikksmiðjueigenda hefur gegnt því hlutverki undanfarið ár. 

Fundurinn var haldinn á skrifstofu SI í Húsi atvinnulífsins.

Sævar Jónsson formaður Félags blikksmiðjueigenda og Jan Henrik Nygård sem kosinn var nýr forseti samtakanna. 

Kvöldverður norrænu fulltrúanna.

Sævar Jónsson, formaður Félags blikksmiðjueigenda, FBE, hlaut gullmerki félagsins af hálfu stjórnar fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. Gullmerkið var afhent á árshátíð félagsins sem haldin var í Tallin í Eistlandi. Árshátíðin var vel sótt af félagsmönnum og mökum. Nokkur fjöldi nýrra félagsmanna var á árshátíðinni.

Mynd6_1683630847522

Stefán Þ. Lúðvíksson, stjórnarmaður FBE, og Sævar Jónsson, formaður FBE.Mynd5_1683630870709Nýir félagsmenn ásamt mökum, ásamt Stefáni Þ. Lúðvíkssyni, stjórnarmanni FBE, talið frá vinstri, Ágúst Friðriksson úr Blikkval, Sverrir Jóhann Jóhannsson úr Blikklausnum, Jóna Dís Jóhannsdóttir, Sverrir Fannar Gestsson úr Blikklausnum, Júlíana Rose Júlíusdóttir, Sveinn Finnur Helgason úr Blikksmiðju Ágústs Guðjónssonar og Guðrún Kristín Ragnarsdóttir.

Mynd1_1683630962318

Mynd2_1683630966157

Mynd3_1683630969593

Mynd4_1683630973191

Fréttir af öðrum vefjum

Samtök rafverktaka fögnuðu 75 ára afmæli samtakann 8. mars. 

Rætt er við Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra SI um leyfi til að flytja sérfræðinga til landsins.

Árshóf SI fór fram í Silfurbergi í Hörpu föstudaginn 8. mars.

Á Iðnþingi 2024 var sýnt myndband um hetjuleg afrek sem unnin voru á Reykjanesi.

Iðnþing SI 2024 fór fram fimmtudaginn 7. mars í Silfurbergi í Hörpu.

Hvað er blikksmiður?

Hvað er blikksmiður?

Kynntu þér meginstarfsþætti blikksmiða ásamt helstu hæfnis- og þekkingarkröfum til sveinsprófs.
Ertu með spurningu?

Ertu með spurningu?

591 0100

Opið 09 - 17 alla virka daga

Markmið félagsins:

•   Efla samvinnu meðal félagsmanna, m.a. með því að sameina allar blikksmiðjur og blikksmíðadeildir landsins til þátttöku í félaginu.
•   Gæta hagsmuna blikksmíðafyrirtækja gagnvart öllum þeim sem greinin þarf að skipta við og vera sameiginlegur málsvari útávið.
•   Veita aðildarfyrirtækjum sem víðtækasta þjónustu í rekstrarlegum og tæknilegum efnum og stuðla að því að greinin verði samkeppnisfær á hverjum tíma umn verkefni og vinnuafl.
•   Vinna að því að menntun og hæfni starfsmanna og stjórnenda blikksmiðja verði eins og best gerist á hverjum tíma.

Stofnað 6. júlí 1937

Allt frá stofnfundi Félags blikksmiðjueigenda, þann 6. júlí 1937, hefur félagið unnið hörðum höndum að hagsmunamálum starfsgreinarinnar.

Félagsmenn

Í félaginu eru blikksmiðjur, blikksmiðjudeildir og sjálfstætt starfandi blikksmíðameistarar. 

Nám í blikksmíði

Mikið starf á sviði grunn- og endurmenntunar á síðustu misserum skilar greininni nú góðum árangri með meiri hæfni starfsmanna.